Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 13. september 2020 15:09
Ívan Guðjón Baldursson
Nuno Espirito Santo framlengir við Wolves (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Nuno Espirito Santo er búinn að framlengja samning sinn við Wolves til 2023.

Portúgalski þjálfarinn hefur gert frábæra hluti hjá Úlfunum og er búinn að fylla liðið af samlöndum sínum.

Espirito Santo tók við Wolves 2017 þegar félagið var í Championship. Hann kom liðinu beint upp í efstu deild og hafa Úlfarnir endað í sjöunda sæti úrvalsdeildarinnar tvö ár í röð. Fyrst með 57 stig og svo með 59 á síðustu leiktíð.

Espirito Santo er 46 ára gamall og hafði stýrt Rio Ave, Valencia og Porto áður en hann flutti til Englands.


Athugasemdir
banner
banner