Arsenal hefur áhuga á Rogers - Elliott færist nær Leipzig - Forest hefur áhuga á Carmona og Cash
Guðný: Var tekinn samningsfundur án mín
Kátur Jón Óli vonast til að halda útlendingunum
Dóri Árna: Sjálfstraustsleysi fyrir framan markið
Sandra: Fínt að fá að vera í sigurvímu eftir langa bið
Jóhann: Ekki mörg lið sem geta haldið þeim niðri
Guðni Eiríksson: Klárt mál að ef hún helst heil að þá fer hún út
Björgvin: Byrjuðum leikinn á 28. mínútu
Valgeir: Ef maður fær snertingu afhverju ekki þá að fara niður?
Jóhannes Karl: Hún var flott í dag
Þjálfari Virtus: Stundum gerast kraftaverk í San Marínó
Óli Kri: Rotar okkur svolítið þetta mark sem þau skora
Óskar Smári: Sár, svekktur, fúll
Einar Guðna: Ótrúlega glaður með þessi þrjú stig fyrst og fremst
Matti Guðmunds: Kannski er þetta okkar besti leikur svona heilt yfir í 90 mínútur
„Það er bara eins og í box bardaga að fá á sig vönkun eftir vönkun"
Dóri Árna svarar gagnrýnisröddum - „Ég vona einhver gefi þeim gott knús heima"
Fyrsti bikarúrslitaleikur Hólmars á Íslandi - „Mikil eftirvænting“
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
banner
   mán 13. september 2021 22:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Eðlilega verður maður reiður ef hann sólatæklar mig aftan í kálfann"
Gummi Kri
Gummi Kri
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Guðmundur Kristjánsson, leikmaður FH, var til viðtals eftir sigur liðsins gegn Stjörnunni í kvöld. Guðmundur átti góðan leik í hjarta varnarinnar hjá FH.

„Mér líður mjög vel, það er ekki annað hægt; sigur, höldum hreinu, skorum fjögur - það gerist ekki betra," sagði Guðmundur.

Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  4 FH

Guðmundur átti hörku sprett seint í fyrri hálfleik sem endaði með því að hann var tekinn niður af Eggerti Aroni Guðmundssyni sem fékk að líta rauða spjaldið fyrir brotið. Hvernig er skrokkurinn?

„Það þarf meira en þetta til að laska mig eitthvað. Þetta hefði getað farið verr, þetta er glórulaus tækling en ég er ágætur. Ég er með ágætis far á kálfanum en maður þolir það."

Gummi var allt annað en ánægður með þessa tæklingu og varð sýnilega mjög reiður. Fannst þér þessi tækling alveg út úr kortinu?

„Eðlilega verður maður reiður ef hann sólatæklar mig aftan í kálfann. Ég er alveg skaphundur og það er ekkert nýtt, það ætti ekki að koma mönnum á óvart. Þetta er ekkert stórmál þannig séð eftir á, maður verður heitur í mómentinu og svo er það búið."

Gengið hjá FH hefur verið þokkalega gott að undanförnu eftir virkilega langan slæman kafla fyrr á tímabilinu. Gummi var spurður út í það og má sjá svar hans í spilaranum að ofan. Gummi kvaðst þá ekki hafa séð atvikið þegar Gunnar Nielsen fékk rautt nægilega vel.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner