Guðmundur Kristjánsson, leikmaður FH, var til viðtals eftir sigur liðsins gegn Stjörnunni í kvöld. Guðmundur átti góðan leik í hjarta varnarinnar hjá FH.
„Mér líður mjög vel, það er ekki annað hægt; sigur, höldum hreinu, skorum fjögur - það gerist ekki betra," sagði Guðmundur.
„Mér líður mjög vel, það er ekki annað hægt; sigur, höldum hreinu, skorum fjögur - það gerist ekki betra," sagði Guðmundur.
Lestu um leikinn: Stjarnan 0 - 4 FH
Guðmundur átti hörku sprett seint í fyrri hálfleik sem endaði með því að hann var tekinn niður af Eggerti Aroni Guðmundssyni sem fékk að líta rauða spjaldið fyrir brotið. Hvernig er skrokkurinn?
„Það þarf meira en þetta til að laska mig eitthvað. Þetta hefði getað farið verr, þetta er glórulaus tækling en ég er ágætur. Ég er með ágætis far á kálfanum en maður þolir það."
Gummi var allt annað en ánægður með þessa tæklingu og varð sýnilega mjög reiður. Fannst þér þessi tækling alveg út úr kortinu?
„Eðlilega verður maður reiður ef hann sólatæklar mig aftan í kálfann. Ég er alveg skaphundur og það er ekkert nýtt, það ætti ekki að koma mönnum á óvart. Þetta er ekkert stórmál þannig séð eftir á, maður verður heitur í mómentinu og svo er það búið."
Gengið hjá FH hefur verið þokkalega gott að undanförnu eftir virkilega langan slæman kafla fyrr á tímabilinu. Gummi var spurður út í það og má sjá svar hans í spilaranum að ofan. Gummi kvaðst þá ekki hafa séð atvikið þegar Gunnar Nielsen fékk rautt nægilega vel.
Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir