Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
   mán 13. september 2021 22:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Eðlilega verður maður reiður ef hann sólatæklar mig aftan í kálfann"
Gummi Kri
Gummi Kri
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Guðmundur Kristjánsson, leikmaður FH, var til viðtals eftir sigur liðsins gegn Stjörnunni í kvöld. Guðmundur átti góðan leik í hjarta varnarinnar hjá FH.

„Mér líður mjög vel, það er ekki annað hægt; sigur, höldum hreinu, skorum fjögur - það gerist ekki betra," sagði Guðmundur.

Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  4 FH

Guðmundur átti hörku sprett seint í fyrri hálfleik sem endaði með því að hann var tekinn niður af Eggerti Aroni Guðmundssyni sem fékk að líta rauða spjaldið fyrir brotið. Hvernig er skrokkurinn?

„Það þarf meira en þetta til að laska mig eitthvað. Þetta hefði getað farið verr, þetta er glórulaus tækling en ég er ágætur. Ég er með ágætis far á kálfanum en maður þolir það."

Gummi var allt annað en ánægður með þessa tæklingu og varð sýnilega mjög reiður. Fannst þér þessi tækling alveg út úr kortinu?

„Eðlilega verður maður reiður ef hann sólatæklar mig aftan í kálfann. Ég er alveg skaphundur og það er ekkert nýtt, það ætti ekki að koma mönnum á óvart. Þetta er ekkert stórmál þannig séð eftir á, maður verður heitur í mómentinu og svo er það búið."

Gengið hjá FH hefur verið þokkalega gott að undanförnu eftir virkilega langan slæman kafla fyrr á tímabilinu. Gummi var spurður út í það og má sjá svar hans í spilaranum að ofan. Gummi kvaðst þá ekki hafa séð atvikið þegar Gunnar Nielsen fékk rautt nægilega vel.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner