Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mán 13. september 2021 22:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Eðlilega verður maður reiður ef hann sólatæklar mig aftan í kálfann"
Gummi Kri
Gummi Kri
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Guðmundur Kristjánsson, leikmaður FH, var til viðtals eftir sigur liðsins gegn Stjörnunni í kvöld. Guðmundur átti góðan leik í hjarta varnarinnar hjá FH.

„Mér líður mjög vel, það er ekki annað hægt; sigur, höldum hreinu, skorum fjögur - það gerist ekki betra," sagði Guðmundur.

Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  4 FH

Guðmundur átti hörku sprett seint í fyrri hálfleik sem endaði með því að hann var tekinn niður af Eggerti Aroni Guðmundssyni sem fékk að líta rauða spjaldið fyrir brotið. Hvernig er skrokkurinn?

„Það þarf meira en þetta til að laska mig eitthvað. Þetta hefði getað farið verr, þetta er glórulaus tækling en ég er ágætur. Ég er með ágætis far á kálfanum en maður þolir það."

Gummi var allt annað en ánægður með þessa tæklingu og varð sýnilega mjög reiður. Fannst þér þessi tækling alveg út úr kortinu?

„Eðlilega verður maður reiður ef hann sólatæklar mig aftan í kálfann. Ég er alveg skaphundur og það er ekkert nýtt, það ætti ekki að koma mönnum á óvart. Þetta er ekkert stórmál þannig séð eftir á, maður verður heitur í mómentinu og svo er það búið."

Gengið hjá FH hefur verið þokkalega gott að undanförnu eftir virkilega langan slæman kafla fyrr á tímabilinu. Gummi var spurður út í það og má sjá svar hans í spilaranum að ofan. Gummi kvaðst þá ekki hafa séð atvikið þegar Gunnar Nielsen fékk rautt nægilega vel.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner