Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   fös 13. september 2024 08:30
Elvar Geir Magnússon
Beckham mættur við útför Sven-Göran
Beckham mætir á athöfnina.
Beckham mætir á athöfnina.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Sven-Göran Eriksson, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, lést nýlega eftir erfiða baráttu við krabbamein. Hann var 76 ára gamall þegar hann lést.

Útför hans fer fram í Torsby í Svíþjóð í dag og er mikill viðbúnaður þar sem athöfnin er opinber og meðal annars sýnd í beinni sjónvarpsútsendingu.

Meðal þekktra aðila sem eru mættir til að vera viðstaddir er David Beckham sem kom til Svíþjóðar á einkaþotu sinni í gær en hann var fyrirliði enska landsliðsins undir stjórn Eriksson. Þá er Roy Hodgson fyrrum landsliðsþjálfari Englands einnig mættur.

Eriksson var fyrsti erlendi þjálfarinn til að stýra enska landsliðinu en hann kom liðinu í 8-liða úrslit HM 2002 og 2006.

Eriksson átti langan feril í þjálfun en starfaði síðast sem yfirmaður íþróttamála hjá sænska félaginu Karlstad. Hann lét af störfum þar í upphafi síðasta árs vegna heilsufarsvandamála.

Hann átti tvo kafla hjá Benfica í Portúgal ásamt því að stýra Roma, Fiorentina, Sampdoria og Lazio á Ítalíu. Hann vann sjö titla hjá Lazio, þar á meðal ítalska meistaratitilinn, tvo ítalska bikara og Evrópukeppni bikarhafa.

Fyrr á þessu ári fékk hann sína hinstu ósk uppfyllta þegar hann stýrði goðsagnaliði Liverpool í góðgerðaleik. Hann var mikill stuðningsmaður Liverpool alla tíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner