Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   mið 28. ágúst 2024 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hareide fer fögrum orðum um Sven-Göran: Bauð mér leikmann á 100 milljónir
Icelandair
Sven-Göran Eriksson.
Sven-Göran Eriksson.
Mynd: Getty Images
Åge Hareide.
Åge Hareide.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
„Samband okkar var mjög gott og hófst fyrir langa löngu," sagði Age Hareide, þjálfari íslenska landsliðsins, á fréttamannafundi í dag.

Í upphafi vikunnar var greint frá fráfalli hins sænska Sven-Göran Eriksson. Þessi fyrrum landsliðsþjálfari Englands háði baráttu við veikindi sem á endanum sigruðu hann. Hann var 76 ára, fimm árum eldri en Hareide.

„Í mars 1982 spiluðu IFK Gautaborg og Manchester City, þeir fengu okkur til að spila við sig æfingaleik fyrir úrslitaleikinn í UEFA Cup," sagði Hareide sem var á þeim tíma leikmaður Manchestr City. Gautaborg mætti Hamburg í úrslitaleiknum og vann Gautaborg þann leik. Sven-Göran var þjálfari Gautaborgar, það var hans annað þjálfarastarf á ferlinum.

„Við flugum til Gautaborgar og spiluðum við þá. Eftir leik hitti ég Sven-Göran í fyrsta skiptið. Ég var eini Skandinavinn í liði City."

„Ég mætti honum nokkrum sinnum í gegnum ferilinn. Einu sinni með Molde árið 1997, þá vorum við í æfingaferð í Monza á Ítalíu og áttum að spila við lið frá Suður-Kóreu. Það lið mætti ekki til leiks og ég var örvæntingafullri leit minni að andstæðing þá hringdi ég í Sven-Göran. Hann var þjálfari Sampdoria og bauð okkur að koma til þeirra og spila á móti varaliðinu þeirra. Hann græjaði allt í kringum leikinn, sá um að finna dómara."

„Hann var frábær maður og ég hitti hann á mörgum samkomum UEFA. Þegar ég var þjálfari norska landsliðsins þá var hann að stýra Englandi. Hann var alltaf hjálpsamur, alveg frábær einstaklingur."

„Það er sorglegt að sjá hann fara, en það var mjög gott að heilsan var slík að hann gat ferðast um og hitt gömlu leikmennina sína sem tala allir mjög vel um hann."

„Hann hringdi einu sinni í mig, sumarið 1999, þegar hann var þjálfari Lazio. Hann vildi koma til Svíþjóðar og spila á móti Helsingborg sem ég var að þjálfa. Við mættumst í Jonköping og spiluðum fyrir framan meira en 8000 áhorfendur. Lazio var með frábært lið og ég var mjög hrifinn af nokkrum í liðinu. Ég ræddi við hann í kvöldmat eftir leikinn og ég spurði hvað hann gerði með vængmennina sína, því gæði fyrirgjafanna eru svo mikil. Hann sagði við mig: „Åge, ef þú átt 100 milljónir þá geturu keypt einn","
sagði Hareide og hló.

Í liði Lazio í leiknum voru sem dæmi Alessandro Nesta, Sinisa Mihajlovic, Dejan Stankovic, Simone Inzaghi, Pavel Nedved og Juan Sebastian Veron. Vorið 1999 endaði Lazio í 2. sæti Serie A og vann Evrópukeppni bikarhafa. Ári seinna vann liðið ítölsku deildina og fór í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar.

„Hann var stórkostlegur maður. Hann var maðurinn sem virkilega náði að skipuleggja Gautaborg á þann hátt að liðið komst alla leið í úrslitaleikinn í Evrópu. Það þarf alvöru gæði til þess," sagði Hareide að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner