Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
banner
   fös 13. september 2024 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrrum leikmaður Tottenham byrjaður í körfubolta
Mynd: EPA
Etienne Capoue, fyrrum miðjumaður Tottenham, er 36 ára gamall. Hann hefur rifið fram körfuboltakóna fyrir veturinn og stefnan er sett á að spila í fjórðu efstu deild á Spáni.

Samningur Capoue við Villarreal á Spáni rann út í sumar eftir þrjú og hálft ár á Estadio de la Ceramica.

Á tíma sínum hjá Villarreal þá hjálpaðo hann Gula kafbátnum að vinna fyrsta og eina bikarinn í 101 árs sögu félagsins þegar liðið vann Manchester United í úrslitaleik Evrópudeildarinnar 2021.

Hann er nú byrjaður að spila með CB Jovens L'Eliana í körfunni. Það er reyndar ekki búið að skrá hann í leikmannahóp félagsins, en hann tók þátt í æfingaleik með liðinu um síðustu helgi. Planið hjá Capoue er allavega að leggja fótboltaskóna á hilluna.

Í viðtali við Relevo í fyrra sagði Capoue frá því að hans draumur hefði verið að spila í NBA deildinni.

Capoue er Frakki sem lék með Toulouse, Tottenham, Watford og Villarreal á sínum ferli. Hann lék sjö landsleiki fyrir Frakkland.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner