Cristiano Ronaldo var á sínum stað í byrjunarliðinu þegar Al-Nassr fékk Al-Ahli í heimsókn í sádí arabísku deildinni í kvöld.
Ivan Toney var að spila sinn fyrsta leik fyrir Al-Ahli síðan hann gekk til liðs við félagið frá Brentford á lokadegi félagaskiptagluggans.
Franck Kessie kom Al-Ahli yfir þegar hann átti skot úr D-boganum í bláhornið.
Það stefndi allt í sigur Al-Ahli en Al-Nassr reyndi allt til að ná í jöfnunarmarkið á lokasekúndum leiksins. Það tókst loksins þegar fyrirgjöf fór af Bassam Al Hurayji og í netið þegar níu mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma.
Toney komst ekki á blað í sínum fyrst leik en hann lék allan leikinn. Mohamed Simakan gekk til liðs við Al-Nassr frá RB Leipzig í sumar og spilaði sinn fyrsta leik í kvöld. Marcelo Brozovic og Aymeric Laporte voru einnig í byrjunarliðinu.
Ásamt Toney og Kessie voru menn á borð við Edouard Mendy, Merih Demiral og fyrirliðinn Roberto Firmino í byrjunarliði Al-Ahli.