Man Utd vill Vlahovic - Al Nassr vill Casemiro - Real Madrid vill Van de ven
Sverri Hrafn: Þetta var bara algjör þvæla
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
banner
   mán 13. október 2014 11:25
Alexander Freyr Tamimi
Alexander Scholz: Gaman að spila fyrir framan vini
Ísland og Danmörk mætast á þriðjudag
Íslandsvinurinn Alexander Scholz er kominn aftur "heim", ef svo má að orði komast. Þessi geðþekki fyrrum leikmaður Stjörnunnar verður í eldlínunni í seinni umspilsleik U21 landsliða Íslands og Danmerkur um sæti á EM 2015 í Tékklandi.

Scholz lék allan leikinn í 0-0 jafntefli í Álaborg og þó hann sé glaður að vera kominn aftur til Íslands er hann einungis með sigur í huga.

,,Mér líður mjög vel. Við komum bara í dag og ég er nú þegar kominn í íslenska skapið mitt. Ég var leiðsögumaður alla leið hingað í rútunni og útskýrði allt fyrir leikmönnunum. Það er gaman að vera kominn hingað aftur, nú fyrir annan málstað, að vinna einn leik gegn Íslandi. En ég nýt þess samt að vera hér," sagði Scholz við Fótbolta.net.

,,Þetta snýst allt um að ná sigrinum á þriðjudag, það er allt sem skiptir máli. Ánægja mín af því að vera hérna verður að vera í öðru eða þriðja sæti."

,,Við vorum pirraðir. Við vildum vinna leikinn, við vorum heima og sigurstranglegri og þurftum að vinna. Það var líka pirrandi að skapa ekki fleiri færi, yfirleitt erum við mjög góðir sóknarlega og sköpum mörg færi. Ísland spilaði 6-2-2, dót sem ég hef ekki séð áður og það kom mér á óvart hversu aftarlega þeir voru. En þetta er samt verkefni sem við eigum að geta leyst," sagði Scholz.

Scholz spilaði sem miðvörður hjá Stjörnunni og gerir það einnig hjá Lokeren, en í danska U21 liðinu spilar hann sem hægri bakvörður.

,,Mér leið vel í leiknum. Ég spilaði líka í hægri bakverði í síðustu tveimur leikjum gegn Rússlandi og Búlgaríu. Því fleiri leiki sem maður spilar, því vanari verður maður þessu. Ég fékk líka tækifæri til að mæta Óla Kalla beint, sem var gaman. Mér finnst allt í lagi að spila aðra stöðu en miðvörðinn," sagði Scholz.

,,
Athugasemdir
banner