Ísland og Danmörk mætast á þriðjudag

Íslandsvinurinn Alexander Scholz er kominn aftur "heim", ef svo má að orði komast. Þessi geðþekki fyrrum leikmaður Stjörnunnar verður í eldlínunni í seinni umspilsleik U21 landsliða Íslands og Danmerkur um sæti á EM 2015 í Tékklandi.
Scholz lék allan leikinn í 0-0 jafntefli í Álaborg og þó hann sé glaður að vera kominn aftur til Íslands er hann einungis með sigur í huga.
Scholz lék allan leikinn í 0-0 jafntefli í Álaborg og þó hann sé glaður að vera kominn aftur til Íslands er hann einungis með sigur í huga.
,,Mér líður mjög vel. Við komum bara í dag og ég er nú þegar kominn í íslenska skapið mitt. Ég var leiðsögumaður alla leið hingað í rútunni og útskýrði allt fyrir leikmönnunum. Það er gaman að vera kominn hingað aftur, nú fyrir annan málstað, að vinna einn leik gegn Íslandi. En ég nýt þess samt að vera hér," sagði Scholz við Fótbolta.net.
,,Þetta snýst allt um að ná sigrinum á þriðjudag, það er allt sem skiptir máli. Ánægja mín af því að vera hérna verður að vera í öðru eða þriðja sæti."
,,Við vorum pirraðir. Við vildum vinna leikinn, við vorum heima og sigurstranglegri og þurftum að vinna. Það var líka pirrandi að skapa ekki fleiri færi, yfirleitt erum við mjög góðir sóknarlega og sköpum mörg færi. Ísland spilaði 6-2-2, dót sem ég hef ekki séð áður og það kom mér á óvart hversu aftarlega þeir voru. En þetta er samt verkefni sem við eigum að geta leyst," sagði Scholz.
Scholz spilaði sem miðvörður hjá Stjörnunni og gerir það einnig hjá Lokeren, en í danska U21 liðinu spilar hann sem hægri bakvörður.
,,Mér leið vel í leiknum. Ég spilaði líka í hægri bakverði í síðustu tveimur leikjum gegn Rússlandi og Búlgaríu. Því fleiri leiki sem maður spilar, því vanari verður maður þessu. Ég fékk líka tækifæri til að mæta Óla Kalla beint, sem var gaman. Mér finnst allt í lagi að spila aðra stöðu en miðvörðinn," sagði Scholz.
,,
Athugasemdir