Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 13. október 2019 15:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Þarf Arnar að einbeita sér að því að finna mann í þessa stöðu?
Icelandair
Guðlaugur Victor Pálsson og Blaise Matuidi.
Guðlaugur Victor Pálsson og Blaise Matuidi.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Birkir Már Sævarssson.
Birkir Már Sævarssson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hægri bakvarðarstaðan virðist vera mikil vandræðastaða í íslenska landsliðinu.

Birkir Már Sævarsson hefur spilað í stöðunni á báðum þeim stórmótum en hann virðist ekki vera inn í myndinni núna.

Miðvörðurinn Hjörtur Hermannsson hefur leikið í stöðunni í undanförnum landsleikjum, en á móti Frakklandi var það miðjumaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson sem lék í stöðunni.

Það var rætt um þessa vandræðastöðu í útvarpsþættinum Fótbolta.net í gær.

„Þetta er eintómt vesen þessi staða," sagði Elvar Geir Magnússon.

„Guðlaugur Victor var bara ágætur, hann lenti ekki í alltof miklu basli. Að sjálfsögðu voru þeir búnir að lesa hvað franska liðið var að gera. Ef þeir myndu spila Griezmann úti vinstra megin, einhver gæi sem væri að sækja á hann í 90 mínútur, þá veit ég ekki hvort þeir hefðu sett Guðlaug Victor í bakvörðinn," sagði Tómas Þór Þórðarson.

„Það er öðruvísi að spila hægri bakvörð á móti franska landsliðinu. Blaise Matuidi spilar ekkert kant, hann dregur sig inn og verður fjórði miðjumaður. Vinstri bakvörðurinn kemur fram í hvert einasta skipti. Ef þú ert að taka færslurnar þínar rétt og standa ágætlega, þá áttu að komast vel frá þessu."

„Það var einu sinni í fyrri hálfleik þar sem hann var út úr stöðu. Að sama skapi var ekki hægt að ætlast til þess að hann væri að koma með dúnduráætlunaferðir upp kantinn," sagði Tómas.

„Þarf ekki Arnar Þór Viðarsson (yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ) að einbeita sér algjörlega að þessu í sínu starfi? Að finna hægri bakvörð," sagði Elvar Geir.

Birkir Már verið úti í kuldanum
Eins og áður segir þá var Birkir Már hægri bakvörður íslenska landsliðsins í gegnum bæði stórmótin sem við höfum farið á til þessa. Hann hefur varla stigið feilspor í þeim landsleikjum sem hann hefur spilað.

Hann var þrátt fyrir það settur upp í stúku í landsleikjunum í júní og var ekki í hóp í síðasta mánuði er við mættum Moldóvu og Albaníu. Hann var þó kallaður aftur inn fyrir leikina núna gegn Frakklandi og Anodrra.

Hann var ekki með gegn Frakklandi, en gæti spilað gegn Andorra.

„Hann fékk þessa leiki í mars og svo bara búið. Hann var í stúkunni í júní og ekki í hóp í september. Hann er kominn aftur í hóp núna og maður veit ekki á hvaða leið hann er," sagði Magnús Már Einarsson.

„Það voru einhverjar sögur í fréttamannastúkunni í gær (föstudag) að Birkir hefði átt dapra æfingaviku fram að leiknum gegn Frakklandi. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það," sagði Elvar Geir.

Birkir Már verður 35 ára í næsta mánuði, en hann spilar með Val í Pepsi Max-deildinni.

Umræðuna í útvarpsþættinum má sjá í heild sinni hér að neðan.
Þjálfaramálin og landsliðshringborð - Rýnt í frammistöðu Íslands
Athugasemdir
banner
banner