Alvaro Montejo, sóknarmaður Þórs á Akureyri, er kominn heim til Spánar og mun ekki klára tímabilið með Akureyrarliðinu.
Þór er í fimmta sæti í Lengjudeildinni þegar tveimur umferðum er ólokið en þar sem liðið hefur að engu að keppa og óvissa með mótið þá hefur Alvaro haldið heim á leið.
Hann tók þrjú tímabili hjá Þór þar sem hann var algjör lykilmaður, leikur liðsins hefur að stórum hluta snúist um hann. Hann hefur samtals skorað 40 mörk í 57 leikjum í B-deild fyrir Akureyrarliðið.
Þór er í fimmta sæti í Lengjudeildinni þegar tveimur umferðum er ólokið en þar sem liðið hefur að engu að keppa og óvissa með mótið þá hefur Alvaro haldið heim á leið.
Hann tók þrjú tímabili hjá Þór þar sem hann var algjör lykilmaður, leikur liðsins hefur að stórum hluta snúist um hann. Hann hefur samtals skorað 40 mörk í 57 leikjum í B-deild fyrir Akureyrarliðið.
Samningur Alvaro við Þór er að renna út í vikunni og hann sagði við Fótbolta.net að stefna sín væri að spila í Pepsi Max-deildinni á næsta ári. Hann verður þrítugur í desember.
Eins og Fótbolti.net hefur fjallað um hafa margir erlendir leikmenn verið á förum frá landinu vegna óvissuástandsins um áframhald Íslandsmótsins.
Sjá einnig:
Félög í Lengjudeildinni senda leikmenn heim
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir