Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 13. október 2020 21:21
Baldvin Már Borgarsson
Dusan Ivkovic hættur með Fjölni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dusan Ivkovic hefur sagt upp starfi sínu sem þjálfari kvennaliðs Fjölnis en hann tók við liðinu rétt fyrir mót af Helenu Ólafs sem hætti með liðið til að annast Pepsi Max mörk kvenna.

Dusan hefur lokið UEFA A þjálfaragráðu. Hér á landi hefur hann einnig þjálfað karlalið Hamars í 4. deild karla með góðum árangri en hann hætti um mitt sumar til að taka við starfi yfirmanns knattspyrnuakademíu Super Nova í Kína. Dusan flutti aftur til Íslands vegna kórónuveirufaraldsins í upphafi árs.

Dusan þjálfaði einnig 2. flokk karla hjá Fjölni frá 2015 til 2017 og gerði liðið að bikarmeisturum árin 2015 og 2016.

Dusan á langan leikmannaferil að baki hér á landi en hann lék meðal annars með KS/Leiftri, Selfoss, Njarðvík, Þrótt Reykjavík og Gróttu.

Dusan er búsettur á Íslandi og hefur áhuga á að starfa áfram hér á landi.
Athugasemdir
banner
banner
banner