Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   þri 13. október 2020 17:00
Magnús Már Einarsson
Macclesfield endurvakið - Savage hjálpar til
Viðskiptajöfurinn Robert Smethurst hefur endurvakið fótboltann í borginni Macclesfield eftir að Macclesfield Town varð gjaldþrota á dögunum.

Macclesfield Town var lýst gjaldþrota eftir fall úr ensku D-deildinni á síðasta tímabili.

Robert hefur stofnað félagið Macclesfield FC sem mun hefja leik í tíundu efstu deild á Englandi á næsta tímabili.

Fyrrum fótboltamaðurinn Robbie Savage mun vera yfirmaður fótboltamála hjá félaginu.

Danny Whitaker, sem var knattspyrnustjóri Macclesfield Town, mun sinna sömu stöðu hjá Macclesfield FC.

Athugasemdir
banner