Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 13. október 2020 17:30
Aksentije Milisic
Trippier þarf að mæta í yfirheyrslu vegna gruns um brot á veðmálareglum
Ekki með gegn Dönum
Mynd: Getty Images
Kieran Trippier, leikmaður Atletico Madrid, hefur yfirgefið enska landsliðshópinn og missir hann af leiknum gegn Dönum annað kvöld eins og greint var frá fyrr í dag.

Ástæða þess er sú að hann þarf að mæta í yfirheyrslu hjá FA en hann var ákærður fyrir brot á veðmálareglum fyrr á þessu ári.

Trippier hafði áður neitað sök í málinu og sagði að hann væri að vinna með enska knattspyrnusambandinu í þessu máli.

„Hann verður ekki með, ég get ekki sagt mikið meira en það. Ég hef ekki völdin í hans máli og því verður þetta tækifæri fyrir annan leikmann," sagði Gareth Southgate þegar hann var spurður út í það afhverju Trippier missir af leiknum gegn Dönum.

Trippier spilað í stöðu vinstri vængbakvarðar þegar England vann Belgíu í Þjóðadeildinni á sunnudaginn síðastliðinn. Bukayo Saka eða Ainsley Maitland-Niles eru taldnir líklegir til þess að taka stöðu Trippier í leiknum á morgun.

Athugasemdir
banner
banner