Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 13. október 2021 12:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: RÚV 
Arnór Guðjohnsen: Klæjaði í lappirnar að setja á mig skóna
Icelandair
Andri Lucas fagnar með Sveini Aroni
Andri Lucas fagnar með Sveini Aroni
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Andri Lucas Guðjohnsen skoraði sitt annað landsliðsmark á mánudag þegar hann skoraði fjórða mark Íslands gegn Liechtenstein. Markið kom eftir skallasendingu frá Sveini Aroni Guðjohnsen, eldri bróður Andra.

RÚV ræddi við Arnór Guðjohnsen sem er afi drengjanna. Arnór lék á sínum tíma 73 landsleiki og skoraði fjórtán mörk í þeim. Hann er einn allra besti leikmaður í sögu íslensks fótbolta.

Arnór var spurður út í afkomendurna koma svona vel inn í liðið. „Þetta er svolítið sérstök tilfinning og þetta er eitthvað sem þú vonar innst inni sem verður svo að veruleika. Ekki bara það mér fannst þeir báðir koma mjög vel inn í leikinn og standa sig frábærlega eins og allt liðið gerði,“ sagði Arnór.

„Sveinn er mjög ákveðinn, veit hvað hann vill. Hann er kannski svona strákur sem þarf meira að hugsa um sitt líkamlega atgervi og æfa vel og þegar hann er í toppformi stoppar hann lítið."

„Andri Lucas er meiri svona „pjúra senter“. Skorar alltaf eða oft og hefur svona gríðarlegt markanef eins og við köllum það. Og ef að allt gengur að óskum hjá honum, heilsa og annað, þá held ég að hann eigi eftir að raða mörgum mörkum inn á ferlinum."


Arnór var að lokum spurður hvort hann hefði ekki beðið Eið Smára, son sinn og aðstoðarþjálfara landsliðsins, um að fá að vera á hliðarlínunni.

„Ég get alveg sagt þér það að mig klæjaði í lappirnar að setja á mig skóna og fara inn á en það er víst búið,“ segir Arnór léttur.

Sjá einnig:
Arnór sló á létta strengi: Allt kemur þetta frá afa gamla

Smelltu hér til að sjá innslagið á heimasíðu RÚV.
Athugasemdir
banner
banner