mið 13. október 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Ívar Arnbro á reynslu hjá Djurgården og Brommapojkarna
Ívar Arnbro Þórhallsson
Ívar Arnbro Þórhallsson
Mynd: Heimasíða KA
Ívar Arnbro Þórhallsson, leikmaður KA, er þessa dagana á reynslu hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Djurgården. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Ívar, sem er 15 ára gamall markvörður, var sjö sinnum í hópnum hjá KA á nýafstöðnu tímabili og þykir gríðarlegt efni.

Hann er sem stendur á reynslu hjá Djurgården og verður þar í viku áður en hann æfir með Brommapojkarna, sem leikur í þriðju efstu deild.

Brommapojkarna er með eitt öflugasta yngri flokka starf Svíþjóðar og hefur skilað af sér mörgum frambærilegum leikmönnum.

Ívar á einn leik að baki fyrir U15 ára landslið Íslands en hann var í markinu í fyrri leiknum gegn Finnlandi í síðasta mánuði.



Athugasemdir
banner
banner
banner