Juventus segir nei við Rashford - Stærstu félögin á Englandi vilja Musiala - Olmo gæti farið frítt frá Barcelona
   fim 13. október 2022 10:34
Elvar Geir Magnússon
Davíð Smári nýr þjálfari Vestra (Staðfest)
Lengjudeildin
Davíð var kynntur á fréttamannafundi í morgun.
Davíð var kynntur á fréttamannafundi í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Davíð Smári Lamude hefur verið kynntur sem nýr þjálfari Vestra og skrifaði hann undir tveggja ára samning.

Davíð tilkynnti í gær að hann væri hættur sem þjálfari Kórdrengja en hann gerði frábæra hluti sem þjálfari liðsins, hann kom liðinu upp úr neðstu deild upp í 1. deildina.

Gunnar Heiðar Þorvaldsson stýrði Vestra á nýliðinni leiktíð en lét af störfum eftir eins árs starf. Vestri hafnaði í tíunda sæti Lengjudeildarinnar í sumar en Kórdrengir í því fimmta.

Í morgun greindi 433.is frá því að Davíð væri að taka við Vestra og hann var svo kynntur áðan á fréttamannafundi.

„Ég hef tekið þá erfiðu ákvörðun að ný afstaðið tímabil hafi verið mitt síðasta sem þjálfari Kórdrengja. Þessi tími síðastliðin 6 ár hefur líklega verið minn allra besti, skemmtilegasti og lærdómsríkasti í mínu lífi og það hefur verið algjör heiður að fá að þjálfa þá leikmenn sem spiluðu fyrir Kórdrengi," skrifaði Davíð meðal annars þegar tilkynnti í gær að hann væri hættur hjá Kórdrengjum.

Viðtal við Davíð birtist á Fótbolta.net á eftir.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner