Óttar Magnús Karlsson og félagar í Spal töpuðu fyrir Campobasso, 4-0, í C-deildinni á Ítalíu í dag.
Víkingurinn var í byrjunarliði Spal og lék allan leikinn í tapinu, en hann fékk að líta gula spjaldið þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum.
Gengi Spal undanfarið hefur verið upp og ofan síðustu vikur. Liðið hefur aðeins sótt þrjá sigra og tapað fimm.
Liðið er í 18. sæti með 7 stig eftir níu leiki.
Óttar kom til Spal frá Venezia fyrir þetta tímabil en hann hefur flakkað mikið milli félaga frá því hann hélt út í atvinnumennsku fyrir níu árum.
Athugasemdir