Maguire til sölu á afslætti - Framtíð Haaland ekki hjá Man City
   sun 13. október 2024 23:04
Brynjar Ingi Erluson
Yamal vonast til að ná sér sem allra fyrst - „Mér líður betur“
Mynd: EPA
Spænski táningurinn Lamine Yamal verður ekki með Spánverjum gegn Serbíu í Þjóðadeildinni á morgun en hann meiddist í leik gegn Dönum á dögunum.

Yamal, sem var ein af stjörnum Spánverja á Evrópumótinu í sumar, haltraði af velli gegn Dönum og neyddist síðan til að draga sig úr hópnum.

Samkvæmt spænska fótboltasambandinu fór Yamal í myndatöku og kom í ljós að ekki væri um alvarleg meiðsli að ræða.

Leikmaðurinn segist líða ágætlega en ekki er kominn tímarammi á endurkomu hans.

„Já, mér líður betur. Núna ætla ég að ná mér af þessum meiðslum og mæta sem fyrst aftur á völlinn,“ sagði Yamal.

Þessi 17 ára gamli vængmaður hefur komið að tíu mörkum í ellefu leikjum sínum með Barcelona á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner