Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 13. nóvember 2019 09:00
Magnús Már Einarsson
David Villa leggur skóna á hilluna
Villa fagnar marki með spænska landsliðinu.
Villa fagnar marki með spænska landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Spænski framherjinn David Villa hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna þegar tímabilinu lýkur með Vissel Kobe í Japan í kringum áramótin.

Villa verður 38 ára gamall í næsta mánuði en hann er markahæstur í sögu spænska landsliðsins með 59 mörk í 98 leikjum. Hann var meðal annars markahæsti leikmaðurinn þegar Spánn vann EM 2008.

Villa vann einnig HM 2010 með spænska landsliðinu og Meistaradeildina árið 2011 með Barcelona.

Á ferli sínum spilaði Villa einnig meðal annars með Valencia og Atletico Madrid.

Ferill David Villa - Deildarleikir og mörk
2000–2001 Sporting Gijón B 36 (14)
2001–2003 Sporting Gijón 80 (38)
2003–2005 Zaragoza 73 (32)
2005–2010 Valencia 166 (108)
2010–2013 Barcelona 77 (33)
2013–2014 Atlético Madrid 36 (13)
2014–2018 New York City 124 (80)
2014 Melbourne City (lán) 4 (2)
2019– Vissel Kobe

Hér að neðan eru fleiri myndir af ferli Villa.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner