Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 13. nóvember 2019 16:09
Hafliði Breiðfjörð
Istanbul
Fyrsta spurning til Hamren í dag var um ógestrisni Íslands
Icelandair
Erik Hamren á æfingu Íslands í Istanbul í dag. Hann hafði engan áhuga á að ræða uppákomuna í sumar þegar Tyrkir heimsóttu Ísland.
Erik Hamren á æfingu Íslands í Istanbul í dag. Hann hafði engan áhuga á að ræða uppákomuna í sumar þegar Tyrkir heimsóttu Ísland.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tyrkjum virðist enn vera nokkuð niðri fyrir eftir heimsókn landsliðs þeirra til Íslands í júní og fréttamannafundur íslenska liðsins hófst í dag á spurningum út í það.

Þegar Tyrkir komu hingað til lands fyrir fyrri leik liðanna í undankeppni EM 2020 þótti þeim vegabréfseftirlitið taka of langan tíma og bætti ekki úr skák þegar belgískur ferðamaður reyndi að taka viðtal við Emre með uppþvottabursta.

Allt varð vitlaust í Tyrklandi og fjöldi Íslendinga fékk morðhótanir frá stuðningsmönnum tyrkneska liðsins í kjölfar þessa. Menn virðast þó ekki hafa gleymt neinu því fyrsta spurning á fréttamannafundinum í dag hljóðaði svona:

„Velkominn í fallega landið okkar. Ég veit að í Antalya og Istanbul var tekið vel á móti ykkur en því miður lenti tyrkneska liðið í miklum vandræðum við komuna til Íslands. Hvað viltu segja um þetta?"

Erik Hamren sat til svars og gerði lítið úr umræðunni eins og hann gerði reyndar líka í júní,

„Ég vil ekki tala um það núna," svaraði Hamren. „Það er langt um liðið og ekkert til að ræða. Á þeim tíma sagði ég að þetta væri ekkert sem við getum haft áhrif á. Við einbeittum okkur bara að leiknum þá og það er sama staða á morgun."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner