Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   fös 13. nóvember 2020 12:44
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Íþróttir barna leyfðar frá og með 18. nóvember
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Nýjar reglur um samkomutakmarkanir vegna Covid-19 faraldursins taka gildi hér á landi þann 18. nóvember næstkomandi.

Íþróttastarf barna verður heimilað á ný með og án snertingar en reglur um íþróttastarf fullorðinna verða óbreyttar.

Reglurnar gilda til 2. desember en áfram verður tíu manna samkomubann og tveggja metra regla í gildi.

Það var Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sem kynnti þessar breytingar í samtali við fréttamenn fyrir utan Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu.

Líkamsræktarstöðvar og sundlaugar verða áfram lokaðar sem og krár og skemmtistaðir.
Athugasemdir
banner