Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 13. nóvember 2020 11:21
Magnús Már Einarsson
Karolína ekki með Íslandi vegna meiðsla - Frá í tvo til þrjá mánuði
Icelandair
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karolína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Breiðabliks, er á leið í aðgerð á hné og verður frá keppni næstu tvo til þrjá mánuðina. Karolína hefur verið í byrjunarliði í síðustu leikjum landsliðsins en hún missir af komandi leikjum gegn Slóvakíu og Ungverjalandi vegna meiðslanna.

„Karolína Lea, sem hefur komið frábærlega inn í okkar lið, er meidd á hné og á leið í aðgerð. Hún dettur út úr hópnum af þeim sökum. Það er auðvitað mjög slæmt fyrir okkur að missa hana á þessum tímapunkti. Hún hefur komið frábærlega inn í þetta hjá okkur og er frábær leikmaður," sagði Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Dagný Brýnjarsdóttir og Rakel Hönnudóttir koma inn í hópinn síðan í leiknum gegn Svíþjóð á dögunum en Hólmfríður Magnúsdóttir dettur út líkt og Karolína.

„Hólmfríður Magnúsdóttir kom inn í hópinn eftir langa fjarveru í leiknum við Svíþjóð. Hún kom virkilega vel inn í okkar hóp í því verkefni en hún kemst því miður ekki með okkur í þetta verkefni. Við fáum inn Rakel og Dagnýju sem eru frábærir leikmenn með mikla reynslu. Það mun nýtast okkur vel í þessum leikjum," sagði Jón Þór.

Smelltu hér til að sjá landsliðshópinn
Athugasemdir
banner
banner