Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 13. nóvember 2020 14:25
Elvar Geir Magnússon
Man Utd ætlar ekki að reyna að fá Ronaldo aftur
Cristiano Ronaldo lék með Manchester United 2003-2009.
Cristiano Ronaldo lék með Manchester United 2003-2009.
Mynd: Getty Images
Manchester United ætlar ekki að reyna að fá Cristiano Ronaldo aftur til félagsins samkvæmt heimildum Manchester Evening News.

Óvissa ríkir um framtíð Ronaldo hjá Juventus og sögusagnir um að ítalska félagið vilji reyna að fá pening fyrir leikmanninn. Hann er samningsbundinn út næsta tímabil og engar pælingar um að framlengja þann samning.

Ronaldo hefur verið orðaður við endurkomu á Old Trafford en það er ekki í kortunum samkvæmt MEN.

Það yrði hægara sagt en gert fyrir United að fjármagna endurkomu Ronaldo. Hann er að fá 540 þúsund pund í vikulaun, næstum fjórum sinnum meira en næst launahæsti leikmaður Juventus.

Þá er Ronaldo orðinn 35 ára og óvist hversu mörg ár hann á eftir af ferlinum. Ef hann yfirgefur Juventus er talið líklegast að hann gangi í raðir PSG í Frakklandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner