Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 13. nóvember 2022 10:20
Aksentije Milisic
Mount bíður með að samþykkja nýjan samning - PSG á eftir Son
Powerade
Verður Mount áfram hjá Chelsea?
Verður Mount áfram hjá Chelsea?
Mynd: Getty Images
PSG er að banka.
PSG er að banka.
Mynd: Getty Images
Gakpo klár í næsta skref.
Gakpo klár í næsta skref.
Mynd: Getty Images

Mount, Son, Firmino, De Gea, Gakpo, Endrick, Tuchel og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins. BBC tók allt það helsta saman.
_________________________


Enski landsliðsmaðurinn Mason Mount, leikmaður Chelsea, á enn eftir að samþykkja nýjan samning hjá félaginu en núverandi samningur hans rennur út eftir átján mánuði. (Sunday Telegraph)

PSG er að skoða það að reyna við Son Heung-min (30), leikmann Tottenham Hotspur, en áhugi Real Madrid á Son fer minnkandi. (El Nacional)

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að samtalið hafi verið virkt milli Liverpool og Roberto Firmino en félagið vill bjóða honum nýjan samning. Samningurinn hjá þessu 31 árs gamla leikmanni rennur út næsta sumar. (Liverpool Echo)

David De Gea, markvörður Manchester United, þarf að taka á sig launalækkun ef hann vill fá nýjan samning. Launin hans munu lækka um hundrað þúsund pund á viku. (Daily Star on Sunday)

Chelsea og Manchester United fylgjast með Robert Sanchez, 24 ára gömlum markmanni Brighton. (Sunday Mirror)

Hollenski vængmaðurinn Cody Gakpo, sem var orðaður burt frá PSV í allt sumar, segir að hann sé klár að taka næsta skref á ferli sínum eftir þetta tímabil. Hann segir að það yrði heiður að spila fyrir Real Madrid, Barcelona, Man Utd, Man City eða Liverpool. (NOS)

Palmeiras hefur hafnað tilboði PSG í leikmann sinn, Endrick (16). Þessi ungi leikmaður vill frekar fara til Chelsea. (ESPN Brazil)

Thomas Tuchel er talinn líklegastur til að taka við Atletico Madrid af Diego Simeone ef spænsk félagið ákveður að láta hann fara. (Fichajes)

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, segir að miðjumaðurinn Donny van de Beek verði að sanna sig hjá félaginu eða hann verður látinn fara. (Sunday Mirror)

Aston Villa ætlar að reyna við hinn 23 ára gamla  Samuel Chukwueze. Þessi leikmaður er frá Nígeríu og spilar fyrir Villareal þar sem Unai Emery var við stjórn. (Football Insider)

Todd Boehly, eigandi Chelsea, er að plana það að byggja nýjan leikvang í London's Earl's Court, níu árum eftir að hætt var við að yfirgefa Stamford Bridge. (Mail)

Tyler Morton, tvítugur leikmaður Liverpool sem er á láni hjá Blackburn Rovers, gæti farið til Þýskalands en Dortmund hefur áhuga á kauða. (Sun)

Juventus er að funda með umboðsmanni Sergej Milinkovic-Savic og þá hefur félagið einnig áhuga á bakverði Roma, Rick Karsdorp (27) eða Alvaro Odriozola sem er 26 ára gamall varnarmaður Real Madrid. (Gazzetta)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner