
Íslenska landsliðið er við æfingar í Vínarborg í Austurríki fyrir tvo síðustu leiki sína í riðlinum í undankeppni EM; útileiki gegn Slóvakíu og Portúgal. Eftir æfingu í kvöld ræddi bakvörðurinn Alfons Sampsted við Fótbolta.net.
„Hugurinn í mönnum er nokkuð góður. Við komum saman í dag, helmingurinn er hérna og helmingurinn uppi á hóteli. Við erum að byrja að gíra okkur upp í þetta og gera okkur klára í þetta verkefni," segir Alfons.
„Hugurinn í mönnum er nokkuð góður. Við komum saman í dag, helmingurinn er hérna og helmingurinn uppi á hóteli. Við erum að byrja að gíra okkur upp í þetta og gera okkur klára í þetta verkefni," segir Alfons.
„Slóvakía úti og Portúgal úti, þetta eru krefjandi verkefni. Þetta eru leikir þar sem við getum virkilega lært eitthvað sem lið og þróast sem lið. Ég tel þetta gott tækifæri fyrir okkur."
„Það eru tölfræðilegir möguleikar á að klára þetta í þessum glugga en það er líka umspil í mars. Það sem skiptir mestu máli er að við höldum áfram á þessari vegferð sem við höfum verið á undanfarið. Í raun og veru sýna hvað í okkur býr, bæði núna og í mars."
Í viðtalinu rifjar Alfons upp gluggann í sumar þar sem Ísland átti tvo góða leiki gegn Slóvakíu og Portúgal á Laugardalsvelli, þó báðir hafi tapast. Einnig ræðir hann um gang mála hjá Twente, félagsliði sínu.
12.11.2023 22:40
Svona er staðan á strákunum okkar - Lokaleikirnir framundan
Athugasemdir