Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mán 13. nóvember 2023 21:19
Elvar Geir Magnússon
Vín
Alfons: Mikilvægast að halda áfram á þessari vegferð
Alfons Sampsted á æfingu á æfingasvæði Rapid Vín í dag.
Alfons Sampsted á æfingu á æfingasvæði Rapid Vín í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið er við æfingar í Vínarborg í Austurríki fyrir tvo síðustu leiki sína í riðlinum í undankeppni EM; útileiki gegn Slóvakíu og Portúgal. Eftir æfingu í kvöld ræddi bakvörðurinn Alfons Sampsted við Fótbolta.net.

„Hugurinn í mönnum er nokkuð góður. Við komum saman í dag, helmingurinn er hérna og helmingurinn uppi á hóteli. Við erum að byrja að gíra okkur upp í þetta og gera okkur klára í þetta verkefni," segir Alfons.

„Slóvakía úti og Portúgal úti, þetta eru krefjandi verkefni. Þetta eru leikir þar sem við getum virkilega lært eitthvað sem lið og þróast sem lið. Ég tel þetta gott tækifæri fyrir okkur."

„Það eru tölfræðilegir möguleikar á að klára þetta í þessum glugga en það er líka umspil í mars. Það sem skiptir mestu máli er að við höldum áfram á þessari vegferð sem við höfum verið á undanfarið. Í raun og veru sýna hvað í okkur býr, bæði núna og í mars."

Í viðtalinu rifjar Alfons upp gluggann í sumar þar sem Ísland átti tvo góða leiki gegn Slóvakíu og Portúgal á Laugardalsvelli, þó báðir hafi tapast. Einnig ræðir hann um gang mála hjá Twente, félagsliði sínu.

   12.11.2023 22:40
Svona er staðan á strákunum okkar - Lokaleikirnir framundan

Athugasemdir
banner
banner