
Það rigndi á þá leikmenn íslenska landsliðsins sem æfðu á æfingavelli Rapid Vín í Austurríki í dag. Það var reyndar frekar fámennt á æfingu dagsins, hluti af hópnum var eftir á hótelinu; í meðhöndlun sjúkraþjálfara eða í líkamsræktarsalnum.
Íslenska landsliðið er samankomið í Vínarborg þar sem liðið tekur tvo æfingadaga í aðdraganda komandi landsleikja. Staðsetningin er auðvitað engin tilviljun; það er innan við klukkustundar akstur yfir landamærin til Bratislava í Slóvakíu þar sem leikið verður gegn heimamönnum á fimmtudag.
Íslenska landsliðið er samankomið í Vínarborg þar sem liðið tekur tvo æfingadaga í aðdraganda komandi landsleikja. Staðsetningin er auðvitað engin tilviljun; það er innan við klukkustundar akstur yfir landamærin til Bratislava í Slóvakíu þar sem leikið verður gegn heimamönnum á fimmtudag.
Það eru bara tveir leikir eftir í riðlinum í undankeppninni, leikurinn á fimmtudag og svo annar útileikur á sunnudag sem verður gegn Portúgal.
Ísland á enn tölfræðilega möguleika á að trygga sér á EM í gegnum riðilinn en líkurnar eru litlar sem engar, hreint ekki raunhæfar. Það er því eðlilegast að líta á komandi leiki sem mikilvæga undirbúningsleiki fyrir væntanlegt umspil í mars. Umspilið ræðst af árangri í Þjóðadeildinni og verður stakur undanúrslitalekur 21. mars og úrslitaleikur 26. mars.
Age Hareide er að slípa liðið saman fyrir umspilið mikilvæga. Eins og skýrt var á fréttamannafundi hans í síðustu viku er trúin á að lokaniðurstaðan verði sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi. Það er markmiðið.
Sá norski hefur þurft að gera tvær breytingar á upprunalegum hóp fyrir leikina tvo. Gylfi Þór Sigurðsson og Mikael Anderson eru meiddir en þeir Andri Lucas Guðjohnsen og Mikael Egill Ellertsson voru kallaðir upp úr U21 landsliðinu.
12.11.2023 22:40
Svona er staðan á strákunum okkar - Lokaleikirnir framundan
Það er spáð ljómandi fínu veðri í Vín á morgun þegar Ísland æfir aftur í borginni, veðurguðirnir slökkva á vökvunarkerfinu og spáð er fimmtán stiga hita.
Fótbolti.net er í Vínarborg og fylgir landsliðinu í komandi leikjum en hér má sjá nokkrar myndir sem Hafliði Breiðfjörð tók á æfingu dagsins. Seinna í kvöld koma svo viðtöl við nokkra leikmenn.
12.11.2023 23:19
Líklegast að Ísland mæti Wales eða Ísrael í umspilinu í mars
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir