Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
   fim 13. nóvember 2025 17:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið U21 - Tvær breytingar frá fyrri leiknum
Daníel Freyr kemur inn í liðið.
Daníel Freyr kemur inn í liðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 18:30 hefst leikur íslenska U21 landsliðinu gegn Lúxemborg en spilað er ytra. Leikurinn er liður í undankeppni EM 2027.

Lúðvík Gunnarsson stýrir liðinu í leiknum í dag og honum til aðstoðar er Ólafur Helgi Kristjánsson. Þeir eru búnir að velja byrjunarliðið.

Síðasti leikur U21 landsliðsins var heimaleikurinn gegn Lúxemborg, sem vannst 2-1, og eru tvær breytingar á byrjunarliðinu frá þeim leik.

Lestu um leikinn: Lúxemborg U21 0 -  2 Ísland U21

Daníel Freyr Kristjánsson og Ágúst Orri Þorsteinsson koma inn fyrir þá Hilmi Rafn Mikaelsson og Baldur Kára Helgason. Þeir Ágúst og Daníel voru ekki með í síðasta verkefni vegna meiðsla.

Byrjunarliðið
1. Lúkas Petersson (m)
4. Logi Hrafn Róbertsson
5. Hlynur Freyr Karlsson
7. Ágúst Orri Þorsteinsson
9. Benoný Breki Andrésson
10. Eggert Aron Guðmundsson
16. Haukur Andri Haraldsson
17. Jóhannes Kristinn Bjarnason
21. Tómas Orri Róbertsson
22. Daníel Freyr Kristjánsson
23. Nóel Atli Arnórsson
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Færeyjar 5 3 0 2 6 - 11 -5 9
2.    Sviss 3 2 1 0 5 - 1 +4 7
3.    Frakkland 2 2 0 0 12 - 1 +11 6
4.    Ísland 4 1 2 1 4 - 4 0 5
5.    Eistland 5 0 2 3 5 - 13 -8 2
6.    Lúxemborg 3 0 1 2 3 - 5 -2 1
Athugasemdir
banner