Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
   fim 13. nóvember 2025 17:30
Kári Snorrason
Solskjær nefnir óvænta ástæðu fyrir erfiðleikum Sancho
Mynd: EPA

Ole Gunnar Solskjær, fyrrum stjóri Man Utd, segir sýkingu í eyra hafa haft mikil áhrif á spilamennsku leikmannsins undir sinni stjórn hjá United. 

Solskjær segir hann hafa dvalið á spítala í fríi fyrir tímabilið vegna sýkingarinnar skömmu eftir að hann skrifaði undir í Manchester. 


„Hann var á spítala og átti mjög erfitt fyrstu 10 dagana eða svo áður en hann gat jafnvel byrjað að æfa með okkur.

„Ég fékk aldrei tækifæri til að spila almennilega með honum, því þegar hann var að komast í form aftur var ég þegar á leiðinni burt,“ sagði Solskjær í hlaðvarpinu The Overlap.

Sancho leikur nú á láni hjá Aston Villa, en hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum hjá Man Utd.


Athugasemdir
banner
banner