Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fös 13. desember 2019 09:30
Magnús Már Einarsson
Guardiola bannaði leikmönnum að mæta í jólapartý
Starfsmenn Manchester City héldu árlegt jólaparý sitt í gærkvöldi en Pep Guardiola bannaði leikmönnum liðsins að mæta á svæðið.

Leikmennirnir mættu í partýið í fyrra og sumir þeirra fóru í kjölfarið á næturklúbba fram eftir nóttu.

Tveimur dögum síðar tapaði Mancheser City óvænt gegn Crystal Palace á heimavelli og nokkrum dögum eftir það kom tap gegn Leicester.

Guardiola telur að jólapartýið hafi truflað leikmenn í fyrra og því bannaði hann þeim að mæta í ár.

Leikmenn Manchester City æfa eins og vanalega í dag fyrir leikinn gegn Arsenal á sunnudag.
Athugasemdir
banner