Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   fös 13. desember 2024 22:24
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Orðrómurinn um Liverpool hafði slæm áhrif á Gordon
Mynd: EPA
Anthony Gordon, leikmaður Newcastle, segir að orðrómur um áhuga Liverpool á honum í sumar hafi haft slæm áhrif á hann á þessari leiktíð.

Þessi fyrrum leikmaður Everton skoraði í 3-3 jafntefli Newcastle gegn Liverpool og fagnaði með handalátbragði þar sem hann virtist vera skjóta á orðróminn.

„Ég hafði mjög gaman af þessum leik, ég þurfti ekki mikla hvatningu fyrir leikinn. Fagnið var vegna þess að ég heyrði svo mikið á þessu ári um framtíðina mína, hvert ég er að fara, hvert ég vil fara án þess að nokkur maður spurði mig," sagði Gordon.

„Leyfið mér bara að spila fótbolta, ég vil bara vera ánægður og spila fótbolta. Ég elska lífið hérna, ég hef oft sagt það. Fólk gerir ráð fyrir því að allt sé satt þegar það heyrir slúður þótt ég hafi aldrei sagt að ég væri ósáttur. Ég hætti að njóta þess að spila fótbolta á þessu ári og ég held að ég hafi ekki náð stöðugleika vegna þess."
Athugasemdir
banner
banner