Myles Lewis-Skelly var í byrjunarliðinu hjá Arsenal í fyrsta sinn í Meistaradeildinni í vikunni þegar liðið vann Mónakó á Emirates leikvanginum.
Lewis-Skelly er 18 ára gamall en hann spilaði stöðu vinstri bakvarðar.
Hann átti stóran þátt í fyrsta markinu af þremur þegar hann átti sendingu á Gabriel Jesus sem lagði upp markið á Bukayo Saka. Saka hrósaði Lewis-Skelly í hástert í leikslok.
Lewis-Skelly er 18 ára gamall en hann spilaði stöðu vinstri bakvarðar.
Hann átti stóran þátt í fyrsta markinu af þremur þegar hann átti sendingu á Gabriel Jesus sem lagði upp markið á Bukayo Saka. Saka hrósaði Lewis-Skelly í hástert í leikslok.
„Framtíð hans er björt. Hann þarf bara að halda þessu áfram. Hugarfarið er frábært, hann er alltaf að spyrja spurninga og vill læra," sagði Saka.
„Ég var að segja við hann, og sagði það líka fyrir leikinn að þetta sé hans svið. Hann má ekki efast um sig og það sem hann gerir á æfingum. Ég var hæstánægður með hann, hann var stór partur af fyrsta markinu, ég er svo stoltur af honum."
Athugasemdir