Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 14. janúar 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Mourinho: Ég öfunda ekki Man City og Liverpool
Ekki öfundsjúkur.
Ekki öfundsjúkur.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Tottenham, segist ekki öfunda toppliðin Liverpool og Manchester City þrátt fyrir að þau séu með ógnarsterka leikmannahópa.

Harry Kane, Hugo Lloris, Ben Davies og Moussa Sissoko eru allir á meiðslalistanum hjá Tottenham í augnablikinu og það hefur sett strik í reikninginn fyrir Mourinho.

„Svona er þetta. Við getum ekki verið með eins hóp og önnur lið. Það er ekki við," sagði Mourinho.

„Í gær horfði ég á Man City og skoðaði bekkinn. (Raheem) Sterling, Bernardo Silva, (Ilkay) Gundogan, (Nicolas) Otamendi. Þið vitið?"

„Þið sjáið liðið og bekkinn hjá Liverpool. Samt eru (Joel) Matip, (Dejan) Lovren, (Naby) Keita, Fabinho meiddir. Ég er ekki öfundsjúkur. Ég er í ótrúlega góðu starfi en þetta er öðruvísi starf. Þetta er öðruvísi félag."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner