Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 14. janúar 2021 08:48
Elvar Geir Magnússon
Clattenburg segir að Klopp sé með hræsni: Hans menn dýfa sér líka
Mark Clattenburg.
Mark Clattenburg.
Mynd: Getty Images
Sadio Mane féll eftir baráttu við Kyle Walker-Peters.
Sadio Mane féll eftir baráttu við Kyle Walker-Peters.
Mynd: Getty Images
Mark Clattenburg, fyrrum besti dómari Englendinga, segir að Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, sé með hræsni þegar hann talar um að Manchester United fái fleiri vítaspyrnur en hans lið.

Liverpool mætir Manchester United í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn.

„Jurgen Klopp hlýtur að vera farinn að hafa áhyggjur því ummæli hans um Manchester United og vítaspyrnur voru beint út úr bók Sir Alex Ferguson. Þetta var sálfræðistríð, tilraun til að hafa áhrif á Paul Tierney (sem dæmir leikinn á sunnudag) fyrir þennan stóra leik," segir Clattenburg.

„Klopp hafði rétt fyrir sér þegar hann sagði að United hefði fengið fleiri víti á tveimur árum en Liverpool hefur fengið á hans stjóratíð hjá félaginu. Hann var klókur því þessi ummæli gátu ekki komið honum í vandræði hjá enska knattspyrnusambandinu."

„En höfum það á hreinu: Það er ekkert samsæri í gangi frá dómurum og fótboltayfirvöldum. Var Klopp að gefa í skyn að svo sé? Eða var hann að gefa í skyn að leikmenn United séu með leikaraskap? Ef hann var að meina það fyrra þá eyði ég ekki tíma í að ræða það. Það er ekki sannleikskorn í því."

Clattenburg segist hinsvegar geta tekið undir það að United sé með leikmenn sem eigi það til að fara auðveldlega niður.

„Ég get tekið undir það en þá er hann að horfa framhjá svipuðum grunsemdum sem eru tengdar eigin leikmönnum," segir Clattenburg.

„Klopp ætti að fara varlega í svona ummælum. Sadio Mane fór auðveldlega niður í baráttu við Kyle Walker-Peters í tapinu gegn Southampton. Boltinn var á leið út af og í öðruvísi stöðu, þar sem hann hefði átt möguleika á að skora, tel ég að Mane hefði staðið í fæturna. Það er hræsni ef Klopp sakar leikmenn United um að fiska vítaspyrnur. Mo Salah og Mane geta spilað sama leik."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner