banner
   fim 14. janúar 2021 12:30
Elvar Geir Magnússon
Robertson getur ekki glaðst yfir velgengni Gerrard
Andy Robertson.
Andy Robertson.
Mynd: Getty Images
Gerrard hefur gert frábæra hluti með Rangers.
Gerrard hefur gert frábæra hluti með Rangers.
Mynd: Getty Images
Andy Robertson, bakvörður Liverpool, getur ekki glaðst yfir velgengni Steven Gerrard sem stjóri Rangers. Gerrard er goðsögn hjá Liverpool en undir hans stjórn er Rangers með 21 stigs forystu í skosku úrvalsdeildinni.

Á Anfield fagna nánast allir þessari velgengni Gerrard en Robertson er skoskur landsliðsmaður og er uppalinn hjá erkifjendum Rangers í Celtic.

„Ég er í erfiðri stöðu er það ekki?" sagði Robertson kíminn í hlaðvarpsviðtali við Jamie Carragher.

„Þegar þú mætir á æfingasvæði Liverpool eru myndir af Gerrard um allt. Allir elska hann og vilja að honum vegni vel. Ég vona að honum gangi vel... en ég er alinn upp sem stuðningsmaður Celtic og mér líkar ekki við neitt sem tengist Rangers."

„Ég held að einn daginn muni hann enda hjá Liverpool. Án alls gríns hefur hann gert magnaða hluti með Rangers. Hann hefur bætt liðið og Celtic nær ekki að halda í við þá."

Í síðasta mánuði var Gerrard spurður að því hvort hann hefði áhuga á að taka við Liverpool.

„Það væri draumur að taka við Liverpool einn daginn en eins og staðan er í dag þá erum við með einn af bestu knattspyrnustjórum heims við stjórnvölinn, ef ekki þann allra besta," sagði Gerrard.

„Það að ég hafi átt frábæran feril með Liverpool þýðir ekki að ég sé efstur á lista yfir tilvonandi stjóra félagsins. Ég er oft spurður út í þetta en ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Það vilja allir taka við Liverpool, margir þjálfarar sem hafa gert stóra hluti á ferlinum."

„Ég elska Liverpool og horfi á hvern einasta leik. Ég á mjög gott samband við félagið og fólk innan félagsins."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner