Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 14. janúar 2022 13:32
Elvar Geir Magnússon
Davies æfir ekki vegna hjartavöðvabólgu
Mynd: Getty Images
Alphonso Davies, varnarmaður Bayern München, er ekki að æfa þar sem félagið fann merki um hjartavöðvabólgu hjá honum.

Þessi 21 árs Kanadamaður hefur ekki æft síðan 17. desember þegar hann greindist með Covid-19.

Julian Nagelsmann, stjóri Bayern, segir að mild einkenni af hjartavöðvabólgu hafi komið í ljós við skoðun eftir að hann hóf æfingar að nýju.

„Hann er ekki að æfa sem stendur og spilar ekki næstu vikurnar," segir Nagelsmann.

Davies hefur spilað 107 leiki fyrir Bayern síðan hann kom frá Vancouver Whitecaps 2018 og hjálpaði liðinu að vinna þýska meistaratitilinn þrívegis og Meistaradeildina 2020.

„Þetta ætti ekki að vera alvarlegt en við gefum honum tíma þar til þessi einkenni hverfa," segir Nagelsmann. Níu leikmenn Bayern greindust með væruna í byrjun janúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner