fös 14. janúar 2022 10:19
Elvar Geir Magnússon
Eyþór Orri og fleiri ungir framlengja við ÍBV
Eyþór Orri Ómarsson.
Eyþór Orri Ómarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eyþór Orri Ómarsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við ÍBV. Eyþór hefur leikið 35 leiki fyrir félagið og skorað í þeim eitt mark. Á síðasta tímabili var þessi átján ára framherji lánaður í KFS þar sem hann spilaði sjö leiki og skoraði í þeim þrjú mörk.

Eyþór Orri varð sumarið 2018 yngsti leikmaður í sögu efstu deildar þegar hann kom við sögu í 2-0 sigri á KR.

ÍBV hafnaði í öðru sæti Lengjudeildarinnar í fyrra og spilar því í efstu deild á komandi sumri.

Þá tilkynnti ÍBV í gær að þrír leikmenn sem fæddir eru 2002 hafi skrifað undir tveggja ára samninga. Arnar Breki Gunnarsson, Björgvin Geir Björgvinsson og Sigurnýjas Magnússon heita þeir.

Arnar Breki lék 19 leiki með KFS í 3. deildinni í fyrra og skoraði í þeim þrjú mörk. Björgvin Geir lék 20 leiki í vörn KFS og þá lék Sigurnýjas sjö leiki. Hann var að jafna sig á meiðslum en hann verður klár í slaginn í sumar.

„Til hamingju með samningana strákar og áfram ÍBV, alltaf, alls staðar!" segir á heimasíðu ÍBV.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner