Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   fös 14. janúar 2022 20:02
Elvar Geir Magnússon
Fótbolta.net mótið: Jason Daði sá um að klára Leikni undir lokin
Jason Daði Svanþórsson.
Jason Daði Svanþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir 1 - 3 Breiðablik
0-1 Benedikt Warén ('41)
1-1 Birgir Baldvinsson ('60)
1-2 Jason Daði Svanþórsson ('78)
1-3 Jason Daði Svaþórsson ('83)

Skýrsla leiksins á heimasíðu KSÍ

Breiðablik vann 3-1 sigur gegn Leikni í Fótbolta.net mótinu undir flóðljósunum í Breiðholti í kvöld.

Leiknismenn fengu hættulegri færi í fyrri hálfleik en það voru hinsvegar Blikar sem skoruðu eina markið eftir flotta sókn, Benedikt Warén sem lék á láni hjá Vestra í fyrra skoraði.

Leiknir átti stangarskot áður en liðið náði að jafna metin á 60. mínútu. Birgir Baldvinsson skoraði með skalla eftir fyrirgjöf Sindr Björnssonar.

Jason Daði Svanþórsson fékk svo boltann á silfurfati á 78. mínútu eftir að varnarmaður Leiknis átti misheppnaða hreinsun og skoraði 2-1. Blikar bættu svo öðru marki við og aftur var það Jason Daði, 3-1 sigur þeirra grænu.

Blikar eru því búnir að vinna báða leiki sína í riðli 1 í Fótbolta.net mótinu en Leiknismenn eru með þrjú stig eftir 4-0 sigur gegn HK í fyrstu umferð.

Byrjunarlið Leiknis: Viktor Freyr (m), Birgir Baldvins, Daði Bærings (f), Árni Elvar, Sindri Björns, Binni Hlö, Róbert Quental, Andi Hoti, Dagur Austmann, Danni Finns, Arnór Ingi.

Byrjunarlið Breiðabliks: Anton Ari (m), Elfar Freyr, Kristinn Steindórs, Dagur Dan, Viktor Örn, Ísak Snær, Ásgeir Galdur, Davíð Ingvars, Andri Yeoman, Benedikt Waron, Anar Daníel.
Athugasemdir
banner
banner
banner