Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 14. janúar 2022 20:15
Victor Pálsson
Messi næstum búinn að jafna sig - Tók lengri tíma en hann bjóst við
Mynd: EPA
Lionel Messi, leikmaður Paris Saint-Germain, er næstum búinn að jafna sig eftir að hafa smitast af Covid-19.

Messi segir sjálfur frá þessu í Instagram færslu en hann hefur misst af síðustu tveimur leikjum franska liðsins.

Messi er því að ná sér á hárréttum tímapunkti en í febrúar spilar liðið við Real Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

„Eins og þið vitið þá greindist ég með Covid og ég vil þakka ykkur fyrir öll skilaboðin. Það tók mig lengri tíma en ég hélt að jafna mig en nú er stutt í land," sagði Messi.

„Ég hlakka til þess að komast aftur á völlinn. Ég hef æft undanfarið til að komast í 100 prósent stand og það eru áhugaverðar áskoranir framundan á þessu ári. Við sjáumst bráðlega."

Búist er við að Messi spili ekki leikinn við Brest á morgun en hann hefur æft með PSG síðan 5. janúar.
Athugasemdir
banner
banner