Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   lau 14. janúar 2023 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Reykjavíkurslagur og Kópavogsslagur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Hulda Margrét

Íslenska undirbúningstímabilið er að fara á flug og eru átta leikir á dagskrá í dag.


Tveir þeirra eru í Reykjavíkurmóti karla þar sem Fylkir tekur á móti KR á meðan Víkingur R. fær ÍR í heimsókn. Þá er einn þeirra í Reykjavíkurmóti kvenna þar sem Þróttur R. mætir ÍR í Egilshöllinni.

Þá eru tveir leikir á dagskrá í Þungavigtarbikarnum þar sem HK og Breiðablik eigast við í nágrannaslag í hádeginu áður en Keflavík tekur á móti ÍBV.

Að lokum er keppt í Kjarnafæðismótinu þar sem Völsungur á leik við sameinað lið FHL í kvennaflokki á meðan Völsungur og KA eigast við í karlaflokki.

Reykjavíkurmót karla - A-riðill
11:00 Fylkir-KR (Würth völlurinn)
14:00 Víkingur R.-ÍR (Víkingsvöllur)

Reykjavíkurmót kvenna - B-riðill
14:00 Þróttur R.-ÍR (Egilshöll)

Kjarnafæðismótið - Kvenna
15:00 Völsungur-FHL (PCC völlurinn Húsavík)

Kjarnafæðismótið - Karla: A-deild, riðill 1
14:15 Völsungur-KA (Boginn)

Þungavigtarbikarinn A-riðill:
11:30 HK - Breiðablik (Kórinn)

Þungavigtarbikarinn B-riðill:
12:45 Keflavík - ÍBV (Nettóhöllin)


Athugasemdir
banner