Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   þri 14. janúar 2025 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Como í viðræðum um Malacia
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Ítalska félagið Como er í viðræðum við Manchester United um að fá hollenska bakvörðinn Tyrell Malacia á lánssamningi með kaupmöguleika.

Malacia lenti í afar slæmum hnémeiðslum fyrir einu og hálfu ári síðan og hefur ekki tekist að vinna sér inn sæti í byrjunarliði Man Utd frá endurkomu sinni á völlinn í lok nóvember.

Hann virðist ekki vera í byrjunarliðsáformum Rúben Amorim þjálfara Man Utd og hefur fengið leyfi til að fara út á lánssamningi. Talið er að Rauðu djöflarnir séu einnig reiðubúnir til að selja leikmanninn, sem kostaði tæpar 20 milljónir evra þegar hann var keyptur frá Feyenoord.

Malacia er 24 ára gamall og með eitt og hálft ár eftir af samningi við Man Utd, en félagið er með möguleika á að framlengja um eitt ár.

Como er í fallbaráttu í efstu deild ítalska boltans en hefur verið að spila vel undanfarnar vikur og er að reyna að styrkja leikmannahópinn sinn eftir fremsta megni í janúarglugganum.

Como er þegar búið að kaupa Jean Butez, Assane Diao og Maxence Caqueret í mánuðinum fyrir rétt tæpar 30 milljónir evra í heildina.
Athugasemdir
banner