Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   þri 14. janúar 2025 22:41
Ívan Guðjón Baldursson
Enski bikarinn: Stefán Teitur í sigurliði gegn Charlton
Mynd: Getty Images
Það fóru þrír leikir fram í enska bikarnum í kvöld þar sem Stefán Teitur Þórðarson var í byrjunarliði Preston North End sem tók á móti Charlton úr League One deildinni.

Stefán Teitur spilaði fyrsta klukkutímann á heimavelli og var skipt útaf í stöðunni 2-1 fyrir Preston, sem stóð að lokum uppi sem sigurvegari og tryggði sér þátttöku í næstu umferð.

Wigan gerði slíkt hið sama með sigri á útivelli gegn Mansfield Town á meðan tíu leikmenn Leyton Orient slógu Derby County úr leik eftir spennandi vítaspyrnukeppni.

Norski miðjumaðurinn Thelo Aasgaard skoraði bæði mörkin í sigri Wigan.

Preston NE 2 - 1 Charlton Athletic
1-0 Milutin Osmajic ('32 )
1-1 Luke Berry ('40 )
2-1 Milutin Osmajic ('47 )

Leyton Orient 1 - 1 Derby County
1-0 Charlie Kelman ('20 )
1-1 Dajaune Brown ('24 )
Rautt spjald: Sean Clare, Leyton Orient ('113)
6-5 í vítaspyrnukeppni

Mansfield Town 0 - 2 Wigan
0-1 Thelo Aasgaard ('48 )
0-2 Thelo Aasgaard ('54 )
Athugasemdir
banner
banner