Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 14. febrúar 2020 22:11
Ívan Guðjón Baldursson
Áslaug Munda og Sveindís Jane æfðu með aðalliði PSG
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Tvær efnilegar Blikastelpur fengu að skoða aðstæður hjá franska stórveldinu Paris Saint-Germain í vikunni.

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir, fæddar 2001, voru þær heppnu sem fengu boð um að æfa með aðalliði PSG dagana 9.-13. febrúar.

PSG sló Breiðablik úr Meistaradeild Evrópu síðasta haust og mætir Arsenal í 8-liða úrslitum í lok mars. Liðið situr sem stendur í öðru sæti frönsku deildarinnar, þremur stigum eftir Lyon sem er af mörgum talið besta félagslið í heimi.

„Með í för var Úlfar Hinriksson yfirmaður afreksþjálfunar hjá Breiðablik sem fylgdist með æfingum og kynnti sér starf PSG á meðan stelpurnar æfðu af kappi," segir í færslu frá knattspyrnudeild Breiðabliks.

„Stelpurnar fengu gott tækifæri til að máta sig við marga af bestu leikmönnum heims en í liðinu eru 17 landsliðskonur þar á meðal hin danska Nadia Nadim og Formiga frá Brasilíu."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner