Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 14. febrúar 2020 09:20
Magnús Már Einarsson
Dembele á leið til Manchester United?
Powerade
Moussa Dembele.
Moussa Dembele.
Mynd: Getty Images
Dean Henderson er óvænt orðaður við PSG.
Dean Henderson er óvænt orðaður við PSG.
Mynd: Getty Images
Það er um að gera að stytta stundirnar í óveðrinu og rúlla yfir slúðurpakka dagsins!



Manchester United hefur fengið grænt ljós á að kaupa Moussa Dembele (23) framherja Lyon á 60 milljónir punda. (Star)

Jean-Michel Aulas, forseti Lyon, hefur sagt að félagið ætli að selja leikmenn sem vilja fara. Dembele gæti því verið á förum en hann hefur líka verið orðaður við Chelsea. (Mail)

Tottenham er að íhuga að kaupa varnarmanninn Ben Godfrey (22) frá Norwich á 50 milljónir punda. (Express)

Tottenham hefur líka áhuga á Max Aarons, hægri bakverði Norwich. (Express)

PSG ætlar að bjóða Kylian Mbappe (21) samning upp á 41 milljón punda á ári til að missa hann ekki til Real Madrid. (Mirror)

PSG ætlar að reyna að fá markvörðinn Dean Henderson (22) frá Manchester United í sumar. Henderson hefur staðið sig vel á láni hjá Sheffield United. (Mail)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segist geta misst starfið ef hann tapar gegn Real Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. (Guardian)

Tottenham er að missa þolinmæðina í samningaviðræðum við miðjumanninn Eric Dier (26). (Mail)

Joleon Lescott, fyrrum varnarmaður Aston Villa, hefur sagt Jack Grealish (24) leikmanni liðsins að fara ekki til Manchester United í sumar þar sem félagið getur ekki lofað Meistaradeildarbolta. (Standard)

Steve Bruce, stjóri Newcastle, vill gera nýjan samning við framherjann Andy Carroll (31) þrátt fyrir að hann hafi einungis leikið fjóra leiki í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. (Northern Echo)

Tottenham ætlar að fagna 80 ára afmæli Jimmy Greaves fyrir leik liðsins gegn RB Leipzig í Meistaraeildinni í næstu viku. Greaves er markahæsti leikmaðurinn í sögu Tottenham. (Standard)

Real Madrid er tilbúið að greiða 120 milljóna riftunarverð til að fá argentínska framherjann Lautaro Martinez (22) frá Inter. (Tyc Sports)
Athugasemdir
banner
banner
banner