Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 14. febrúar 2021 13:46
Ívan Guðjón Baldursson
Holland: Albert skoraði langþráð mark í góðum sigri
Mynd: Getty Images
AZ Alkmaar 3 - 1 Heerenveen
1-0 Calvin Stengs ('20)
2-0 Teun Koopmeiners ('47, víti)
2-1 Lasse Schöne ('54)
3-1 Albert Guðmundsson ('81)

Albert Guðmundsson var í byrjunarliði AZ Alkmaar sem tók á móti Heerenveen í hollenska boltanum í dag.

AZ var betri aðilinn stærsta hluta leiksins og leiddi 1-0 í hálfleik. Teun Koopmeiners tvöfaldaði forystuna í upphafi síðari hálfleiks áður en Lasse Schöne minnkaði muninn.

Það var svo Albert sem gerði út um leikinn með marki á 81. mínútu og lokatölur urðu 3-1. Þetta var fyrsta mark Alberts síðan í byrjun nóvember.

AZ er í þriðja sæti hollensku deildarinnar með 43 stig eftir 22 umferðir. Heerenveen er í umspilsbaráttunni með 29 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner