Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 14. febrúar 2021 12:20
Ívan Guðjón Baldursson
Leikmenn Brentford hætta að krjúpa
Mynd: Getty Images
Leikmenn Brentford hafa tilkynnt að þeir munu ekki lengur krjúpa á hné fyrir leiki sína í Championship deildinni. Þeir munu því ekki krjúpa í eina leik dagsins í ensku B-deildinni, sem er á heimavelli gegn Barnsley klukkan 13:00.

Leikmenn í enska boltanum hafa tekið á því að krjúpa fyrir leiki til að sýna stuðning við baráttuna gegn kynþáttafordómum.

Leikmenn Brentford telja þessi skilaboð ekki vera að skila tilætluðum árangri og hafa því ákveðið að hætta.

„Við höfum ákveðið sem leikmannahópur að hætta að krjúpa á hné fyrir leiki. Við höfum kropið fyrir alla leiki síðan í júní en teljum, eins og margir aðrir kollegar okkar í öðrum félögum, að þetta sé ekki lengur að skila árangri," segir í yfirlýsingu frá leikmönnum Brentford.

„Við styðjum heilshugar við baráttuna gegn kynþáttafordómum og teljum að við getum nýtt tíma okkar á betri hátt. Við erum stoltir og hlökkum til að leiða baráttuna gegn kynþáttafordómum með herferðinni #BeeTogether."
Athugasemdir
banner
banner
banner