sun 14. febrúar 2021 06:00
Victor Pálsson
Solskjær segist fylgjast með Haaland
Mynd: Twitter
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, fylgist vel með gangi mála hjá Erling Haaland, framherja Borussia Dortmund.

Haaland og Solskjær unnu saman hjá Molde á sínum tíma en sóknarmaðurinn samdi síðar við RB Salzburg og svo Dortmund.

Báðir eru þeir frá Noregi en Haaland er oft orðaður við Man Utd en hver veit hvert næsta skref hans verður.

„Erling mun eiga frábæran feril. Ég fylgist með honum og hef alltaf sagt það," sagði Solskjær.

„Voru þetta 18 mánuðir sem við eyddum saman? Næstum því tvö ár. Það var frábær tími. Hann mun eiga magnaðan feril fyrir félagslið og Noreg."

„Hann er að standa sig svo vel með Dortmund svo við sjáum hvar hann endar. Sem Norðmaður og einhver sem hefur unnið með honum þá er auðvitað gaman að honum gangi vel."
Athugasemdir
banner
banner
banner