Viðræður við Vinicius - Isak spenntur fyrir Liverpool - United fylgist með Delap - Arsenal bíður til sumars
   fös 14. febrúar 2025 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Íslandsmeistararnir komnir með nýjan markmann (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik hefur fengið félagaskipti fyrir Katherine Devine en Kate er 23 ára markmaður.

Hún er bandarísk en kemur frá Treaty United á Írlandi þar sem hún stoppaði stutt.

Hún var nýkomin til Írlands, kynnt sem nýr leikmaður félagsins í síðasta mánuði, úr Vand­er­bilt-háskól­an­um í Nashville þar sem hún hélt marki sínu hreinu 23 sinnum í 59 leikj­um.

Íslandsmeistararnir hefur verið í markmannsleit frá því að ljóst varð að Telma Ívarsdóttir færi í atvinnumennsku eftir síðasta tímabil. Telma samdi við Rangers í Skotlandi í síðasta mánuði.

Kate getur spilað með Breiðabliki gegn Stjörnunni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:00 á Kópavogsvelli.


Athugasemdir
banner
banner
banner