Viðræður við Vinicius - Isak spenntur fyrir Liverpool - United fylgist með Delap - Arsenal bíður til sumars
   fös 14. febrúar 2025 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stefán Ómar heim í Hött/Hugin (Staðfest)
Stefán Ómar hér til hægri.
Stefán Ómar hér til hægri.
Mynd: Höttur/Huginn
Seyðfirðingurinn Stefán Ómar Magnússon er kominn heim í Hött/Hugin og mun leika með liðinu í sumar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Það eru tíu ár síðan Stefán lék sinn fyrsta meistaraflokk leik með Huginn og síðan þá hefur hann meðal annars spilað með ÍA, Kára, Leikni Fáskrúðsfirði og núna síðast KFK.

Hann lék síðast með Hetti/Hugin sumarið 2022 og skoraði þá sjö mörk í 19 leikjum.

„Stefán styrkir fremstu stöður liðsins og mun kraftur hans og hæfileikar nýtast liðinu vel í sumar," segir í tilkynningu frá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner