Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   sun 14. mars 2021 12:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gys gert að Salah í klefanum eftir tíst umboðsmannsins
Salah var tekinn af velli í leiknum gegn Chelsea.
Salah var tekinn af velli í leiknum gegn Chelsea.
Mynd: Getty Images
Liðsfélagar Mohamed Salah gerðu að sögn The Athletic gys að leikmanninum eftir athyglisvert tíst hjá umboðsmanni hans.

Þrátt fyrir slakt tímabil Liverpool, þá er ekki hægt að segja að Salah hafi verið slakur. Hann er markahæsti leikmaður liðsins í ensku úrvalsdeildinni með 17 mörk.

Salah var tekinn af velli í tapi gegn Chelsea fyrr í þessum mánuði og leit hann út fyrir að vera pirraður þegar hann fór af velli.

Salah hefur verið orðaður við Real Madrid og Barcelona, en umboðsmaður hans birti áhugaverð skilaboð á Twitter þegar skjólstæðingur hans fór af velli; einn punkt. Ekki er vitað hvað er á bak við skilaboðin, nema líklega pirringur.

Liðsfélagar Salah slógu víst á létta strengi daginn eftir tapið og var það vegna þess sem umboðsmaðurinn setti út. Ekki kemur fram hvernig Salah tók í það.

Því er einnig haldið fram í greininni að hinn 28 ára gamli Salah eigi ekki sérlega náið samband við félaga sinn í sóknarleik Liverpool, Sadio Mane.

Salah tjáði sig um það í desember að hann hefði verið vonsvikinn að fá ekki fyrirliðabandið í Meistaradeildarleik gegn Midtjylland. Hann daðraði í sama viðtali við Barcelona og Real Madrid en samningur hans við Liverpool rennur út 2023.


Athugasemdir
banner
banner
banner