Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   mán 14. mars 2022 18:23
Hafliði Breiðfjörð
Á leið í íslenska boltann en hefur ekki komist heim síðan stríðið hófst
Anna í leik Kharkiv gegn Breiðabliki í Meistaradeildinni í nóvember. Hún mun spila hér á landi í sumar.
Anna í leik Kharkiv gegn Breiðabliki í Meistaradeildinni í nóvember. Hún mun spila hér á landi í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Anna Petryk leikmaður Kharkiv í Úkraínu og úkraínska landsliðsins er á leið til Íslands og mun spila hér á landi í sumar.


Stríð geysar í Úkraínu eftir að Rússar réðust inn í landið. Kharkiv hefur orðið illa úti í stríðinu eftir sprengjuárásir Rússa.

Lluís Cortés þjálfari landsliðsins segir frá því á Instagram að Anna hafi verið í keppnisferð með Úkraínu í Tyrklandi þegar stríðið hófst fyrir 18 dögum síðan.

Undanfarna daga hefur hún fengið inni hjá frænsku sinni í Sabadell á Spáni en í dag hófst ferðalag hennar á nýjan áfangastað sem hann segir ekki hver er en samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Ísland.

„Á morgun hefst ný vegferð með hjálp mjög góðs fólks. Hún heldur áfram að spila fótbolta þó það sé langt frá hennar land, fólkinu hennar og fjölskyldu," segir hann.

Þau hittust á Spáni í gær en foreldrar Önnu eru í Mariupol sem hefur einnig orðið illa úti í stríðinu. Cortes segir hana ekki vita hvar bróðir hennar er.

„Hún er í æfingagalla Úkraínu því hún yfirgaf Karhkiv 13. febrúar með tösku sem innihélt föt fyrir æfingabúðir landsliðsins og síðan þá hefur hún ekki komist heim til sín," segir hann.

„Hún veit ekki einu sinni hvort hún muni nokkurn tíma geta snúið aftur, og hvað bíður hennar ef hún snýr einn daginn aftur heim. Enn eitt dæmið um hvernig raunveruleikinn er í stríði sem enginn skilur. Gangi þér vel Anna."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner