Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   þri 14. mars 2023 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fékk sparkið eftir tap gegn Íslendingaliði Lyngby
Búið er að reka Spánverjann Albert Capellas úr starfi þjálfari hjá danska félaginu Midtjylland.

Hans síðasti leikur við stjórnvölinn var gegn Íslendingafélagi Lyngby síðasta sunnudag. Sævar Atli Magnússon skoraði tvö mörk fyrir Lyngby er liðið náði í þriðja sigur sinn í dönsku úrvalsdeildinni í þeim leik.

Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Birgir Finnsson léku einnig með Lyngby í leiknum og lögðu þeir báðir upp mark. Freyr Alexandersson er þjálfari Lyngby.

Midtjylland er sem stendur í níunda sæti dönsku úrvalsdeildarinnar og er sá árangur ekki boðlegur fyrir félagið.

Það er vonandi að næsti þjálfari liðsins muni gefa Elíasi Rafni Ólafssyni fleiri tækifæri en Capellas. Elías spilaði með varaliði Midtjylland í gær.
Athugasemdir
banner